Við fylgjum reglum og venjum Alþjóðlega Pílu Sambandsins (WDF) í öllum mótum, auk eftirtalinna viðbóta


1. Notendur hjólastóla hafa val um að spila í hefðbundinni spjaldhæð eða sitjandi hæð, 137 cm frá gólfi að rauðri miðju. Þeim ber að tilkynna val sitt við skráningu á mót og að staðfesta á keppnisdegi
– Þegar keppandi hefur staðfest val við skráningu á mót og á keppnisdegi, er ekki hægt að breyta um spjaldhæð eftir skráningu á mót, upphaflegt val gildir út mótið.

2. Staðsettning hjólastóls við kastlínu:
– Ef notast er við handknúinn hjólastól skulu afturdekk vera fyrir aftan kastlínu
– Ef notast er við aðra gerð hjólastóla skal búkur keppanda vera fyrir aftan kastlínu
 Staða þarf að vera samþykkt af mótshaldara á keppnisdegi.

3. Notendur hjólastóla þurfa að gæta þess að fætur þeirra snerti ekki gólfið framanvið kastlínu.

4. Öllum keppendum er heimilt að hafa aðstoðarmann sem sækir pílurnar úr spjaldinu fyrir þá. Keppendum ber að tilkynna mótshöldurum að þeir muni nýta sér þessa aðstoð. Keppendur útvega sér sinn aðstoðarmann og má hann ekki trufla mótið að neinu leyti. Aðstoðarmönnum ber að standa úr sjónlínu beggja keppenda og fylgja sömu reglum og keppendur hvað varðar samskipti á meðan á keppni stendur. Aðstoðarmönnum er einnig óheimilt að neyta áfengis þegar pílur eru sóttar.