Vertu velkomin á heimasíðu Pílufélags fatlaðra
Við erum sjálfstætt pílufélag með aðild að World Para Darts
Allir geta mætt og æft hjá okkur, en til þess að keppa þarf að fylgja viðmiðum World Para Darts
Það er hægt að skoða lög og reglur undir þeim flipa hér að ofan.
Við stillum okkur eftir þínum þörfum
Allir með
Við leggjum mikla áheyrslu á að gera okkar besta í að gefa öllum tækifæri að vera með.
Við trúum því að pílukast sé frábært leið til þess að auka líkamlega og andlega heilsu. Það er skemmtilegt að tilheyra hóp sem hefur sama áhugamál og þú.
Hjá okkur er líka velkomið að mæta og ekki tala við neinn nema þjálfaran.
Við fengum nýverið styrk frá lýðheilsusjóði til þess að auka sýnileika okkar.
Við munum vera með opið hús nokkrum sinnum á þessu ári til þess að bjóða ykkur að koma og prófa, og vonandi finnur þú íþrótt sem þú elskar.
Staðsetninginn okkar
Við erum ekki með aðstöðu eins og er – en vinnum hörðum höndum að finna stað. Ef þú veist um stað ekki hika við að hafa samband
pilufelag@pilufelag.is
Stjórn PFF
Í Stjórn Pílufélags fatlaðra eru
Gunnar Guðmundsson
Formaður
Halldór Viktorsson
Ritari
Ingibjörg Magnúsdóttir
Gjaldkeri
Við erum á fullu að vinna í að gera heimasíðuna flotta 😀
Algengar Spurningar
Lögleg uppsettning á píluspjaldi fyrir hjólastóla
- Hæðin á að vera 137cm frá gólfi að rauðri miðju.
- Lengd frá spjaldbrún (ekki vegg) að kastlínu á að vera 237cm
- Aftari hjól eiga að vera fyrir aftan kastlínu, fremri meiga vera fyrir framan